
Hafnarfjarðarbær - fjárhagsáætlun 2024-2027
Ríflegur afgangur af rekstri Hafnarfjarðarbæjar og álagningarhlutföll fasteignagjalda lækka
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn í gær, gerir ráð fyrir 1.725 milljóna króna afgangi á A- og B-hluta sveitarfélagsins á næsta ári. Rekstur A-hluta verður jákvæður um 861 milljón króna á árinu 2024 samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,4% af heildartekjum eða 2.619 milljónir króna.
Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins haldi áfram að lækka og verði komið niður í um 86% í árslok 2024, sem er vel undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Útsvarsprósenta verður óbreytt og álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúða- og atvinnuhúsnæði lækkuð úr 0,223% í 0,217% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Þá verður álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði lækkuð úr 1,400% í 1,387%.
,,Áfram er lögð áhersla á að rekstur Hafnarfjarðarbæjar sé agaður og virðing borin fyrir fjármunum skattgreiðenda. Góður rekstur undanfarin ár hjálpar til nú þegar efnahagsaðstæður í þjóðfélaginu eru krefjandi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. ,,Við gerum ráð fyrir ríflegum afgangi af rekstrinum og viljum sjá skuldahlutföll bæjarins halda áfram að lækka. Í því skyni er mikilvægt að halda lántökum í lágmarki. Á sama tíma er lögð áhersla á að efla enn frekar þjónustu við bæjarbúa og mikilli innviðauppbyggingu haldið áfram.“
Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með áætluð heildarútgjöld sem nema um 43,0 milljörðum króna og áætlaðan launakostnað upp á 24,7 milljarða króna. Útkomuspá þessa árs gerir ráð fyrir 680 milljón króna afgangi árið 2023.
Helstu tölur úr fjárhagsáætlun 2024
- Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta jákvæð um 1.725 milljónir króna
- Rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 861 milljón króna
- Skuldaviðmið áætlað um 86% í árslok 2024
- Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 2.619 milljónir króna eða 5,4% af heildartekjum
- Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,7%
- Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúða- og atvinnuhúsnæði lækkuð til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats
- Gert er ráð fyrir almennri hækkun gjaldskrár um 9,9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir þessa árs og væntanlegri verðbólgu næsta árs. Komið getur til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til þess. Gjaldskrá vegna sorphirðu er almennt að hækka um 9,9% en breytt samsetning sorpíláta hjá íbúum getur dregið talsvert úr þeirri hækkun
- Frístundastyrkir til ungmenna hækka úr 54.000 í 57.000 krónur
- Áætlaðar fjárfestingar nema tæplega 8,5 milljörðum króna
Nokkrar helstu fjárfestingar í nýrri fjárhagsáætlun
Fjárheimild til framkvæmda fyrir árið 2024 er um 8,5 milljarðar króna. Í nýrri fjárhagsáætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu, húsnæðis og fráveitumála.
- Frágangur á nýbyggingarsvæðum víðs vegar um bæinn
- Endurgerð gatnamóta, gangstétta og gönguleiða og efling hjólreiðaleiða
- Endurnýjun eldri leiksvæða
- Fjölgun á grenndarstöðvum
- Áhersla á aukinn gróður í hverfum bæjarins
- Endurbætur og viðhald á skólahúsnæði og -lóðum
- Hafinn undirbúningur að nýjum leik- og grunnskóla í Hamranesi
- Endurbætur á aðstöðu Suðurbæjarlaugar og undirbúningur að hönnun á útisvæði við Ásvallalaug
- Bygging knatthúss á félagssvæði Hauka sem áætlað er að taka í notkun í lok árs 2024
- Bygging reiðhallar á félagssvæði hestamannafélagsins Sörla
- Lokið við gerð hybrid-grasvallar Fimleikafélags Hafnarfjarðar
- Endurbætur aðstöðu í íþróttahúsinu við Strandgötu
Þá er áfram unnið að undirbúningi ýmissa stórra verkefna á vegum bæjarins, svo sem þróun miðbæjar og Flensborgarhafnar, fyrirhuguðum flutningi Tækniskólans á hafnarsvæðið, þróun Krýsuvíkursvæðisins og mögulega auknum hafnarumsvifum í Straumsvík í tengslum við Coda Terminal verkefnið.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar mánudaginn 4. desember 2023. Fjárhagsáætlunin nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2025-2027.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
Attachments
- 2024GreinargerdFjarhagsaetlun_Bæjarstjórn04122023_Lokaskjal_Inng (1)
- Fjárhagsáætlun Hafnrfjarðarbæjar 2024 og 2025-2027 - Seinni umræða (1)
To view this piece of content from ml-eu.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.
About GlobeNewswire by notified
GlobeNewswire by notified is one of the world's largest newswire distribution networks, specializing in the delivery of corporate press releases financial disclosures and multimedia content to the media, investment community, individual investors and the general public.
Subscribe to releases from GlobeNewswire by notified
Subscribe to all the latest releases from GlobeNewswire by notified by registering your e-mail address below. You can unsubscribe at any time.
Latest releases from GlobeNewswire by notified
Iveco Group signs a 150 million euro term loan facility with Cassa Depositi e Prestiti to support investments in research, development and innovation11.6.2024 12:00:00 CEST | Press release
Turin, 11th June 2024. Iveco Group N.V. (EXM: IVG), a global automotive leader active in the Commercial & Specialty Vehicles, Powertrain and related Financial Services arenas, has successfully signed a term loan facility of 150 million euros with Cassa Depositi e Prestiti (CDP), for the creation of new projects in Italy dedicated to research, development and innovation. In detail, through the resources made available by CDP, Iveco Group will develop innovative technologies and architectures in the field of electric propulsion and further develop solutions for autonomous driving, digitalisation and vehicle connectivity aimed at increasing efficiency, safety, driving comfort and productivity. The financed investments, which will have a 5-year amortising profile, will be made by Iveco Group in Italy by the end of 2025. Iveco Group N.V. (EXM: IVG) is the home of unique people and brands that power your business and mission to advance a more sustainable society. The eight brands are each a
DSV, 1115 - SHARE BUYBACK IN DSV A/S11.6.2024 11:22:17 CEST | Press release
Company Announcement No. 1115 On 24 April 2024, we initiated a share buyback programme, as described in Company Announcement No. 1104. According to the programme, the company will in the period from 24 April 2024 until 23 July 2024 purchase own shares up to a maximum value of DKK 1,000 million, and no more than 1,700,000 shares, corresponding to 0.79% of the share capital at commencement of the programme. The programme has been implemented in accordance with Regulation No. 596/2014 of the European Parliament and Council of 16 April 2014 (“MAR”) (save for the rules on share buyback programmes set out in MAR article 5) and the Commission Delegated Regulation (EU) 2016/1052, also referred to as the Safe Harbour rules. Trading dayNumber of shares bought backAverage transaction priceAmount DKKAccumulated trading for days 1-25478,1001,023.01489,100,86026:3 June 20247,0001,050.597,354,13027:4 June 20245,0001,055.705,278,50028:6 June20243,0001,096.273,288,81029:7 June 20244,0001,106.174,424,68
Landsbankinn hf.: Offering of covered bonds11.6.2024 11:16:36 CEST | Press release
Landsbankinn will offer covered bonds for sale via auction held on Thursday 13 June at 15:00. An inflation-linked series, LBANK CBI 30, will be offered for sale. In connection with the auction, a covered bond exchange offering will take place, where holders of the inflation-linked series LBANK CBI 24 can sell the covered bonds in the series against covered bonds bought in the above-mentioned auction. The clean price of the bonds is predefined at 99,594. Expected settlement date is 20 June 2024. Covered bonds issued by Landsbankinn are rated A+ with stable outlook by S&P Global Ratings. Landsbankinn Capital Markets will manage the auction. For further information, please call +354 410 7330 or email verdbrefamidlun@landsbankinn.is.
Relay42 unlocks customer intelligence with a new insights and reporting module, powered by Amazon QuickSight11.6.2024 11:00:00 CEST | Press release
AMSTERDAM, June 11, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Relay42, a leading European Customer Data Platform (CDP), is leveraging Amazon QuickSight to power its new real-time customer intelligence, reporting, and dashboard module. Harnessing the breadth and quality of customer data, the new Insights module empowers marketing teams to dive deep into customer behaviors and gain invaluable insights into the performance of their marketing programs across all online, offline, paid, and owned marketing channels. Preview of the Relay42 Insights module, in pre-beta version Key capabilities of the Relay42 Insights module include: Deep insights into customer behaviors: With the Relay42 Insights module, marketers can ask unlimited questions about their data and gain a deeper understanding of how to serve their customers more effectively. Simplicity with AI-powered querying: Marketers can use artificial intelligence to query their data using natural language search, reducing the reliance on data scientists. Us
Metasphere Labs Announces X Spaces Event on the Topic of Green Bitcoin Mining and Sound Money for Sustainability11.6.2024 10:30:00 CEST | Press release
VANCOUVER, British Columbia, June 11, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Metasphere Labs Inc. (formerly Looking Glass Labs Ltd., "Metasphere Labs" or the "Company") (Cboe Canada: LABZ) (OTC: LABZF) (FRA: H1N) is thrilled to announce an engaging Twitter Spaces event on Green Bitcoin mining, energy markets, and sustainability on July 3, 2024 at 2 p.m. ET. Follow us on X at MetasphereLabs for updates and to join the event. What We'll Discuss Bitcoin Mining Basics: Understand the fundamentals of Bitcoin mining.Energy Market Dynamics: Explore how Bitcoin mining interacts with energy markets.Sustainable Innovations: Learn about our efforts to promote sustainability in Bitcoin mining.Sound Money: Discover how tamper-proof currency can enhance stability.Efficient Payment Rails: See how fast, neutral payment systems support humanitarian projects.Carbon Footprint: Compare Bitcoin's environmental impact with traditional banking. "We're excited to host this event and dive into the critical topics of Bitcoin