GlobeNewswire by notified

Rekstrarafgangur upp á 945 milljónir króna í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar árið 2024 samhliða umfangsmiklum fjárfestingum og framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur

Share

Rekstrarafgangur upp á 945 milljónir króna í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar árið 2024 samhliða umfangsmiklum fjárfestingum og framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur

Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þann 8. nóvember er lögð áhersla á ábyrgan rekstur og áframhaldandi uppbyggingu innviða, hátt þjónustustig og lág gjöld til barnafjölskyldna og áframhaldandi áherslu á stafræna þróun og umbætur.

 • Heildartekjur eru áætlaðar 21.476 m.kr. og þar af eru áætlaðar útsvarstekjur 11.424 m.kr.
 • Tekjur af byggingarétti áætlaðar 600 m.kr.
 • Nýframkvæmdir ársins 2024 eru áætlaðar 4,9 milljarðar kr. brúttó.
 • Afgangur verður af rekstri A- og B hluta, 945 m.kr. þrátt fyrir hátt fjárfestingarstig.
 • Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 2.097 m.kr. eða um 10% af heildartekjum.
 • Álagningarhlutfall fasteignaskatts A lækkar til að koma til móts við hækkun fasteignamats svo hækkun sé ekki umfram verðlag.
 • Álagningarprósenta fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis lækkar.
 • Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,74% í samræmi við lögbundna heimild sveitarfélaga.
 • Hækkun á gjaldskrám verður til samræmis við breytingar á verðlagi.
 • Gert er ráð fyrir að íbúar verði um 13.753 í byrjun árs 2024 og er ætluð íbúafjölgun 2,6%.
 • Útkomuspá 2023 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi fyrsta skipti síðan 2019.

Þjónusta við börn og fjölskyldur

Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir því að Mosfellsbær verði áfram með lægstu gjöldin í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn mun enn fremur greiða niður dagvistun hjá dagforeldrum þannig að foreldrar greiði jafnhátt gjald hjá dagforeldrum og á leikskólum til að jafna aðstæður barna. Þá er gert ráð fyrir að börn fædd 1. ágúst 2023 eða fyrr komist inn í leikskóla haustið 2024. Áhersla verður á farsæld barna og að styrkja Mosfellsbæ enn frekar sem Barnvænt sveitarfélag. Þá verður settur aukinn kraftur í innleiðingu á nýrri menntastefnu og eflingu upplýsingatækni í skólum.

Umbætur í þjónustu og stafræn vegferð

Þjónusta við íbúa Mosfellsbæjar er sett í forgang með auknum fjárfestingum í stafrænni umbreytingu, gerð þjónustustefnu og fleiri umbótatillögum tengdum rekstri og stjórnsýslu.

Mosfellsbær hefur þátttöku í tilraunaverkefninu Gott að eldast sem felur í sér að samþætta þjónustu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu. Einnig verða fyrstu skrefin í innleiðingu á velferðartækni tekin þar sem tæknilausnir eru nýttar til að auka þjónustu við aldraða.

Fjárfesting og endurnýjun mannvirkja

Á kjörtímabilinu er unnið að heildstæðri uppbyggingu íþróttasvæða og á árinu 2024 verður meðal annars farið í að endurbyggja aðalvöll Varmárvalla.

Árið 2024 verður hafist handa við uppbyggingu 89.000 fermetra vistvæns BREEAM vottaðs verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis Korputúns við Korpúlfsstaðaveg sunnan Blikastaða.

Á landi Blikastaða er fyrirhuguð 9000 manna íbúðabyggð sem tengja mun sveitarfélagið betur við höfuðborgarsvæðið á grunni bættra almenningssamgangna með tilkomu Borgarlínu. Í landi Blikastaða verða ný leik- og grunnskólahverfi auk frekari möguleika til uppbyggingar verslunar-, þjónustu- og miðsvæðis við gamla bæinn að Blikastöðum. Undirbúningur skipulags fyrsta áfanga íbúðarhverfisins er hafinn og mun deiliskipulag verða unnið á árunum 2024-2025.

Til að koma til móts við fjölgun barnafólks í sveitarfélaginu verður byggður nýr og framsækinn 1.680m2 leikskóli í Helgafellshverfi. Hönnunin miðar að því að skapa jákvætt samfélag barna og starfsfólks sem eflir nám í gegnum leik og félagsleg samskipti. Áætluð verklok eru 1. maí 2025.

Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í síma 858-1800.

Attachments

To view this piece of content from www.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.
To view this piece of content from ml-eu.globenewswire.com, please give your consent at the top of this page.

About GlobeNewswire by notified

GlobeNewswire by notified
GlobeNewswire by notified
One Liberty Plaza - 165 Broadway
NY 10006 New York

https://notified.com

GlobeNewswire by notified is one of the world's largest newswire distribution networks, specializing in the delivery of corporate press releases financial disclosures and multimedia content to the media, investment community, individual investors and the general public.

Subscribe to releases from GlobeNewswire by notified

Subscribe to all the latest releases from GlobeNewswire by notified by registering your e-mail address below. You can unsubscribe at any time.

Latest releases from GlobeNewswire by notified

Fluence Responds to Misleading Short Seller Report22.2.2024 23:32:54 CET | Press release

ARLINGTON, Va., Feb. 22, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Fluence Energy, Inc. (“Fluence” or “the Company”) (NASDAQ: FLNC), a leading global provider of energy storage products, services, and optimization software for renewables and storage, today issued a statement in response to a report published by a known short-seller. The Company believes that the report is an attempt by a self-interested short-seller to profit at the expense of Fluence’s shareholders by manipulating Fluence’s stock price. We believe that the report contains numerous inaccuracies and distortions. The Company believes it is important to set the record straight regarding three blatant misrepresentations: The short-seller's report references pending litigation between Fluence and Siemens Energy, attempting to characterize it as a "critical and dramatic development." While any dispute with a customer is unfortunate, this is a small, ordinary course commercial dispute arising from a single project. Fluence brought the action

Galapagos announces full year 2023 results and outlook for 202422.2.2024 22:01:00 CET | Press release

Full year 2023 key financials: Group net revenues of €783.5 million, including Jyseleca® net sales of €112.3 million Cash and current financial investments of €3.7 billion on 31 December 2023Operational cash burni of €414.8 million, within guidance 2023 and year-to-date key updates: Transferred Jyseleca® business, including approximately 400 positions, to Alfasigma S.p.A.Achieved encouraging data from ongoing Phase 1/2 studies with CD19 CAR-T product candidates, GLPG5101 in rrNHL and GLPG5201, in rrCLL, with or without RTExpanded CAR-T pipeline with start of Phase 1/2 study with BCMA CAR-T product candidate GLPG5301 in rrMMEnrolled first patients in Phase 2 study with TYK2 inhibitor, GLPG3667, in DM and SLEFor strategic reasons, it was decided not to continue development of CD19 CAR-T candidate in rSLEExpanded point-of-care CAR-T network in the U.S. with manufacturing agreements with Landmark Bio and Thermo Fisher Scientific Signed strategic research and license collaboration with Brid

Press Release: Sanofi’s Board of Directors proposes the appointment of Clotilde Delbos, Anne-Françoise Nesmes and John Sundy as independent Directors22.2.2024 19:02:45 CET | Press release

Sanofi’s Board of Directors proposes the appointment of Clotilde Delbos, Anne-Françoise Nesmes and John Sundy as independent Directors Paris, February 22, 2024. At its meeting on February 22, 2024, Sanofi’s Board of Directors has decided to propose, on the occasion of its next General Shareholder Meeting to be held on April 30, 2024, the renewal of the terms of office of Rachel Duan and Lise Kingo and the appointment of Clotilde Delbos, Anne-Françoise Nesmes and John Sundy as independent Directors. Diane Souza, Member of the Audit and Compensation Committees, and Thomas Südhof, Chairman of the Scientific Committee, will leave the Board of Directors at the end of their second terms. The Chairman warmly thanked them for their valued contribution to the Board of Directors and the specialized committees to which they belonged during their terms in office. The Chairman specified that, in order to prepare as effectively as possible for the end, in 2025, of the term of office as director of F

EVS reports 2023 results22.2.2024 18:30:00 CET | Press release

Publication on February 22, 2024, after market closing Regulated and inside information – Press release annual results EVS Broadcast Equipment S.A.: Euronext Brussels (EVS.BR), Bloomberg (EVS BB), Reuters (EVSB.BR) EVS reports 2023 results Liège, Belgium, February 22nd, 2024 EVS further delivers profitable growth in 2023, validating the effectiveness of its PlayForward strategy The robust financial performance of EVS in 2023 underscores the effectiveness of the implemented strategy aimed at fostering sustained and profitable long-term growth. Despite the absence of significant Big Event Rental revenue in an uneven year 2023, EVS achieved record-breaking revenue and demonstrated strong profitability. This success serves as a testament to the efficacy of its PlayForward strategy. Full-year Highlights Order intake outpacing revenue at EUR 192.9 million, including EUR 7.4 million of Big Event Rental (BER).Revenue performance landing north of our guidance at EUR 173.2 million, growing 16.9%

RevoluGROUP Canada Inc. Issues Incentive Share Options22.2.2024 18:23:23 CET | Press release

VANCOUVER, British Columbia, Feb. 22, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- RevoluGROUP Canada Inc. (TSX-V: REVO), (Frankfurt: IJA2), (Munich: A2PU92) (the "Company") announces that incentive share options to purchase up to 5,200,000 common shares of the Company were granted to consultants and Directors of the Company, with an exercise price of $0.05 per share. The incentive share options have been granted pursuant to the Company's 10% rolling stock option plan and will expire twenty-four months from the grant date. Should all announced options be exercised in the term, the aggregate amount payable to the treasury would be CA $ 260,000. The options are to be granted as shown below: Francisco Moreno Balboa1,500,000Gavin McMillan500,000Bernard Lonis500,000Alfredo Manresa Ruiz500,000Fernando Guillen Hernandez500,000 An additional 1,700,000 options were also granted to consultants in the Company who have provided valuable assistance in the development of products, business development, solution integra

HiddenA line styled icon from Orion Icon Library.Eye